Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Deilur um lóðaúthlutanir fyrirhugaðrar uppbyggingar í Helguvík verða leiddar til lykta í dómssal. Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira