María verður berfætt í bleikum kjól Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. apríl 2015 09:00 María segist ekki vera farin að finna fyrir stressi, enda sé hún með gott fólk í kringum sig. „Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“ Eurovision Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“
Eurovision Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira