Skellti í sumarsmell Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 08:30 Erla segist hafa haft gaman af tónlist síðan hún man eftir sér en hún lærði á hljómborð sem stelpa. Mynd/ÁsaBerglind „Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira