Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. apríl 2015 13:00 Aldís Hilmarsdóttir segir tískusveiflur í neyslu geta ráðið því hversu lítið er haldlagt af sterkum fíkniefnum eftir hrun. Fréttablaðið/Heiða Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira