Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. apríl 2015 13:00 Aldís Hilmarsdóttir segir tískusveiflur í neyslu geta ráðið því hversu lítið er haldlagt af sterkum fíkniefnum eftir hrun. Fréttablaðið/Heiða Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira