Lífið

María Ólafsdóttir syngur á tónleikum í Rússlandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
María Ólafsdóttir segir að kjóllinn sem hún verður í í Eurovision-keppninni sé nánast tilbúinn og atriðið líka.
María Ólafsdóttir segir að kjóllinn sem hún verður í í Eurovision-keppninni sé nánast tilbúinn og atriðið líka.
María Ólafsdóttir Eurovision-fari mun koma fram á stórum tónleikum sem fram fara í Rússlandi í lok apríl.

Á tónleikunum koma fram nokkrir listamenn sem taka þátt í Eurovision-keppninni í ár, auk fyrrverandi keppenda. „Við verðum í Rússlandi í tvo daga og það verður full dagskrá allan tímann,“ segir María spennt fyrir ferðalaginu.

„Okkur verður boðið í einhvern flottan túr og síðan tökum við þátt í risastórum blaðamannafundi þar sem mikill fjöldi erlendra blaðamanna mætir og spyr spurninga.“ Með Maríu í för verður annar lagahöfundanna, Ásgeir Orri Ásgeirsson úr StopWaitGo.

María segir undirbúninginn fyrir Eurovision annars vera kominn vel á veg. „Við erum að leggja lokahönd á sjálft atriðið og verið er að sauma kjólinn á mig. Auðvitað fylgir þessu smá stress,“ útskýrir hún og bætir við þekktum íslenskum frasa: „En þetta reddast auðvitað allt.“ María heldur út til Vínarborgar í Austurríki, ásamt öðrum fulltrúum Íslendinga í Eurovision, þann 13. maí. „Við erum auðvitað orðin mjög spennt. Þetta verður alveg ótrúlega gaman.“

María var gestur hlaðvarpsins Eurovísir í vikunni, þar sem hún sagði frá ferðalaginu og ýmsu öðru. Hlusta má á hlaðvarpið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×