Lífið

Nýliðarnir áttu Aldrei fór ég suður í ár

Guðrún Ansnes skrifar
Nýliðarnir í Rythmatik áttu stórleik og trylltu gesti hátíðarinnar, á milli Agent Fresco og Emmsjé Gauta.
Nýliðarnir í Rythmatik áttu stórleik og trylltu gesti hátíðarinnar, á milli Agent Fresco og Emmsjé Gauta. Vísir/Pálll Önundarson
„Að taka þátt í Aldrei fór ég suður er eitthvað sem öll bílskúrsbönd fyrir vestan stefna að, með öllu liðinu að sunnan,“ segir Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari sveitarinnar Rythmatik sem átti stórleik á sviðinu fyrir vestan um páskana.

Bandið, sem nýlega sigraði Músíktilraunir, steig á stokk á besta tíma og gerði allt vitlaust að sögn viðstaddra. Strákarnir áunnu sér rétt til að verma svið hátíðarinnar þegar sveitin bar sigur úr bítum keppninnar, „Við höfðum þegar verið beðnir um að vera með svo það var mikið grínast með hvað myndi gerast ef við ynnum svo keppnina fyrir sunnan,“ segir Valgeir. 

Þegar ljóst var að drengirnir höfðuð staðið uppi sem sigurvegarar varð uppi fótur og fit, „Þessu varð þó bjargað nokkuð auðveldlega, en Agent Fresco fyllti plássið okkar,“ segir hann kampakátur og viðurkennir að það hafi verið hálf óraunveruleg staða að lenda í

„Hljómsveitin var öll að fara að spila með Emmsjé Gauta svo söngvarinn þeirra, Arnór Dan var kallaður til og úr varð að Agent Fresco bjargaði þessu fyrir horn,“ bætir hann við.

Valgeir segir gríðarlegan heiður fólginn í að spila á Aldrei fór ég suður og að upplifunin hafi verið ólýsanleg. „Við vorum næst seinasta band á laugardagskvöldinu, einmitt á milli Agent Fresco og Emmsjé Gauta svo það er varla hægt að óska sér betri stöðu,“ útskýrir hann.

Rythmatik vann sem áður segir Músíktilraunir í lok mars svo mikið hefur mætt á þessari nýfrægu hljómsveit.

„Við komum eiginlega beint í aðalhátíðarhöld heimabyggðarinnar og fókusinn fór mest megnis beint á Aldrei fór ég suður hátíðinna. Við komumst kannski ekki niður á jörðina fyrr en núna,“ segir Valgeir blaðamanni og bætir við að langþráður fundur verði haldinn við tækifæri þar sem loks verður farið yfir framhaldið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×