Fúsi fæddur á flugvelli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2015 09:30 Dagur Kári Pétursson leikstýrði myndinni Fúsi en hún verður frumsýnd á Íslandi í dag. Vísir/Pjetur Nýjasta leikstjórnarverkefni Dags Kára Péturssonar, Fúsi, verður frumsýnt á Íslandi í kvöld. Fúsi fjallar um rúmlega fertugan mann sem býr heima hjá móður sinni og starfar á flugvelli við að ferma og afferma flugvélar á þar til gerðu farartæki. Líf Fúsa er í fremur föstum skorðum, jafnvel tíðindalítið, en þegar hann kynnist ungri stúlku og konu á svipuðum aldri fer að draga til tíðinda. Gunnar Jónsson, sem oft er kallaður Gussi og margir kannast við úr Fóstbræðraþáttunum, fer með hlutverk Fúsa. Dagur Kári Pétursson leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni en meðal fyrri verka hans má nefna Nóa albínóa og The Good Heart.Langaði til að vinna með Gussa „Ég var búinn að bíða eftir því í mörg ár að fá tækifæri til þess að vinna með Gussa, eiginlega bara frá því ég sá hann fyrst í sjónvarpi í Fóstbræðrum, þá einhvern veginn skynjaði ég að þetta væri alveg magnaður leikari,“ segir Dagur Kári, en handritið að Fúsa skrifaði hann áður en hann hafði haft samband við leikarann. Gussi var að vinna sem kokkur á fraktara þegar Dagur Kári setti sig í samband við hann með tilbúið handrit og samþykkti að taka hlutverkið að sér. „Sem betur fer, af því að myndin er algjörlega skrifuð fyrir hann. Ég hefði ekki gert þessa mynd ef hann hefði hafnað tilboðinu, þá hefði þetta bara farið ofan í skúffu,“ segir leikstjórinn og brosir. Leikarann má sjá í hverri senu myndarinnar, en Dagur Kári segir að meðal annars megi lýsa Fúsa sem karakterstúdíu. „Mér fannst eitthvað heillandi við það að mynda mann sem vinnur á svona farartæki sem er eins og leikfangabíll, og það varð eins konar myndlíking fyrir hans ástand. Hann býr heima hjá mömmu sinni og hefur kannski aldrei stigið almennilega út úr sinni bernsku og er einhvern veginn enn þá inni í skurninni, myndin er svona um það hvernig hann klekst út.“Leikstýrði dóttur sinni Dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, fer með hlutverk Heru, ungrar stúlku sem verður vinkona Fúsa í myndinni. Þegar tökur stóðu yfir var hún átta ára gömul. „Ég skrifaði nú hlutverkið svona hálfpartinn með hana í huga en svo þegar kom að þessu þá var ég nú samt með prufur og prófaði ýmsa. En kannski af því að hlutverkið var skrifað með hana í huga þá kom hún best út úr prufunum og fékk hlutverkið,“ segir hann og brosir. Hann segir það hafa verið afskaplega skemmtilegt að vinna með dóttur sinni og aldrei að vita nema hún leggi leiklistina fyrir sig. Allur gangur er á því hvort Dagur Kári skrifar persónur fyrir verk sín með ákveðna leikara í huga líkt og hann gerði með Fúsa. „Ég hef alveg gert hvort tveggja. Skrifað með ákveðna leikara í huga og svo hef ég byrjað meira á persónunum sjálfum og leikararnir hafa framkallast á seinni stigum.“Hugmyndin fæddist á flugvelli Fæðingarstaðir hugmynda eru fjölbreyttir og hugmyndin að handritinu að Fúsa fæddist á Keflavíkurflugvelli. „Ég var að fylgjast með þessum skrítnu farartækjum sem eru að snattast í kringum flugvélarnar, þessir skrítnu bílar sem eru svona eins og dótabílar. Í huganum setti ég Gussa inn í einn svona bíl og það varð kveikjan að myndinni.“ Það eru litlu hlutirnir sem veita oft hvað mestan innblástur en Dagur Kári segir að vinnuferli sitt einkennist oft af því að hann sanki að sér smáatriðum, brotum og minningum sem svo verði að einhverju stærra. Gerð Fúsa var engin undantekning þar á. „Það er oft eitthvað mjög lítið atriði eða litlar athafnir sem fæða af sér stóra hluti. Eins og að horfa á einn svona bíl á flugvelli, úr því verður heil bíómynd,“ útskýrir leikstjórinn. Þegar talið berst að næstu verkefnum leikstjórans kemur í ljós að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næstu verkefnum, þótt hann viti ekki enn hvað það er sem verður ofan á. „Það eru nokkrir möguleikar, bæði hérna á Íslandi og í Danmörku. Ég er ekki alveg búinn að ákveða á hvaða hest ég ætla að veðja,“ segir hann dularfullur og bætir við: „Kannski ég reyni að nýta páskafríið í að leggjast undir feld með það.“Dagur Kári ásamt dóttur sinni, Franzisku Unu Dagsdóttur sem fer með hlutverk Heru.Vísir/PjeturMeð puttana í öllu Að mörgu þarf að huga við kvikmyndagerð. Dagur Kári skrifar handritið að Fúsa og leikstýrir myndinni og gerði tónlistina í myndinni ásamt Orra Jónssyni en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Sama háttinn hefur hann haft á í langflestum myndum sínum. „Ég fæ oft tilboð um að leikstýra handritum eftir aðra og þótt mér lítist oft vel á handritin þá einhvern veginn get ég ekki alveg fundið sjálfan mig í þeim. Ég held ég þurfi að vera alveg með frá byrjun, ég get ekki tekið við efniviði ef ég hef ekki tekið þátt í því að móta hann alveg frá byrjun,“ segir hann. Dagur Kári hefur unnið að því að klippa myndina í rúmlega tvö ár og segir að það geti verið erfitt að sleppa takinu, það sé alltaf hægt að halda áfram. „Manni finnst eins og maður geti haldið endalaust áfram. Maður kemst alltaf yfir nýjan og nýjan þröskuld og þá opnast nýir möguleikar, en svo á einhverjum tímapunkti þá er hún komin á þann stað þar sem hægt er að kalla hana tilbúna,“ segir hann og brosir. Kvikmyndin Fúsi verður eins og áður sagði frumsýnd á Íslandi í kvöld, nú taka við kvikmyndahátíðir um allan heim og í kjölfarið verður myndinni dreift í bíóhús. Fúsi var þó frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale í Berlín sem fram fór 5. til 15. febrúar og fékk mjög góðar viðtökur, en það var í fyrsta sinn sem Dagur Kári sá hana með fullum sal áhorfenda. „Í þessari mynd var erfitt að ná réttu jafnvægi í tóninn og í söguna, maður vissi ekki hvort það hefði tekist fyrr en á frumsýningunni. En maður skynjaði strax að að hún svona náði í gegn eins og ég hafði vonað, þannig að það var mikill léttir,“ segir Dagur Kári hógvær og einlægur að lokum. Fúsi verður frumsýnd í Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó í kvöld. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Nýjasta leikstjórnarverkefni Dags Kára Péturssonar, Fúsi, verður frumsýnt á Íslandi í kvöld. Fúsi fjallar um rúmlega fertugan mann sem býr heima hjá móður sinni og starfar á flugvelli við að ferma og afferma flugvélar á þar til gerðu farartæki. Líf Fúsa er í fremur föstum skorðum, jafnvel tíðindalítið, en þegar hann kynnist ungri stúlku og konu á svipuðum aldri fer að draga til tíðinda. Gunnar Jónsson, sem oft er kallaður Gussi og margir kannast við úr Fóstbræðraþáttunum, fer með hlutverk Fúsa. Dagur Kári Pétursson leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni en meðal fyrri verka hans má nefna Nóa albínóa og The Good Heart.Langaði til að vinna með Gussa „Ég var búinn að bíða eftir því í mörg ár að fá tækifæri til þess að vinna með Gussa, eiginlega bara frá því ég sá hann fyrst í sjónvarpi í Fóstbræðrum, þá einhvern veginn skynjaði ég að þetta væri alveg magnaður leikari,“ segir Dagur Kári, en handritið að Fúsa skrifaði hann áður en hann hafði haft samband við leikarann. Gussi var að vinna sem kokkur á fraktara þegar Dagur Kári setti sig í samband við hann með tilbúið handrit og samþykkti að taka hlutverkið að sér. „Sem betur fer, af því að myndin er algjörlega skrifuð fyrir hann. Ég hefði ekki gert þessa mynd ef hann hefði hafnað tilboðinu, þá hefði þetta bara farið ofan í skúffu,“ segir leikstjórinn og brosir. Leikarann má sjá í hverri senu myndarinnar, en Dagur Kári segir að meðal annars megi lýsa Fúsa sem karakterstúdíu. „Mér fannst eitthvað heillandi við það að mynda mann sem vinnur á svona farartæki sem er eins og leikfangabíll, og það varð eins konar myndlíking fyrir hans ástand. Hann býr heima hjá mömmu sinni og hefur kannski aldrei stigið almennilega út úr sinni bernsku og er einhvern veginn enn þá inni í skurninni, myndin er svona um það hvernig hann klekst út.“Leikstýrði dóttur sinni Dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, fer með hlutverk Heru, ungrar stúlku sem verður vinkona Fúsa í myndinni. Þegar tökur stóðu yfir var hún átta ára gömul. „Ég skrifaði nú hlutverkið svona hálfpartinn með hana í huga en svo þegar kom að þessu þá var ég nú samt með prufur og prófaði ýmsa. En kannski af því að hlutverkið var skrifað með hana í huga þá kom hún best út úr prufunum og fékk hlutverkið,“ segir hann og brosir. Hann segir það hafa verið afskaplega skemmtilegt að vinna með dóttur sinni og aldrei að vita nema hún leggi leiklistina fyrir sig. Allur gangur er á því hvort Dagur Kári skrifar persónur fyrir verk sín með ákveðna leikara í huga líkt og hann gerði með Fúsa. „Ég hef alveg gert hvort tveggja. Skrifað með ákveðna leikara í huga og svo hef ég byrjað meira á persónunum sjálfum og leikararnir hafa framkallast á seinni stigum.“Hugmyndin fæddist á flugvelli Fæðingarstaðir hugmynda eru fjölbreyttir og hugmyndin að handritinu að Fúsa fæddist á Keflavíkurflugvelli. „Ég var að fylgjast með þessum skrítnu farartækjum sem eru að snattast í kringum flugvélarnar, þessir skrítnu bílar sem eru svona eins og dótabílar. Í huganum setti ég Gussa inn í einn svona bíl og það varð kveikjan að myndinni.“ Það eru litlu hlutirnir sem veita oft hvað mestan innblástur en Dagur Kári segir að vinnuferli sitt einkennist oft af því að hann sanki að sér smáatriðum, brotum og minningum sem svo verði að einhverju stærra. Gerð Fúsa var engin undantekning þar á. „Það er oft eitthvað mjög lítið atriði eða litlar athafnir sem fæða af sér stóra hluti. Eins og að horfa á einn svona bíl á flugvelli, úr því verður heil bíómynd,“ útskýrir leikstjórinn. Þegar talið berst að næstu verkefnum leikstjórans kemur í ljós að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næstu verkefnum, þótt hann viti ekki enn hvað það er sem verður ofan á. „Það eru nokkrir möguleikar, bæði hérna á Íslandi og í Danmörku. Ég er ekki alveg búinn að ákveða á hvaða hest ég ætla að veðja,“ segir hann dularfullur og bætir við: „Kannski ég reyni að nýta páskafríið í að leggjast undir feld með það.“Dagur Kári ásamt dóttur sinni, Franzisku Unu Dagsdóttur sem fer með hlutverk Heru.Vísir/PjeturMeð puttana í öllu Að mörgu þarf að huga við kvikmyndagerð. Dagur Kári skrifar handritið að Fúsa og leikstýrir myndinni og gerði tónlistina í myndinni ásamt Orra Jónssyni en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Sama háttinn hefur hann haft á í langflestum myndum sínum. „Ég fæ oft tilboð um að leikstýra handritum eftir aðra og þótt mér lítist oft vel á handritin þá einhvern veginn get ég ekki alveg fundið sjálfan mig í þeim. Ég held ég þurfi að vera alveg með frá byrjun, ég get ekki tekið við efniviði ef ég hef ekki tekið þátt í því að móta hann alveg frá byrjun,“ segir hann. Dagur Kári hefur unnið að því að klippa myndina í rúmlega tvö ár og segir að það geti verið erfitt að sleppa takinu, það sé alltaf hægt að halda áfram. „Manni finnst eins og maður geti haldið endalaust áfram. Maður kemst alltaf yfir nýjan og nýjan þröskuld og þá opnast nýir möguleikar, en svo á einhverjum tímapunkti þá er hún komin á þann stað þar sem hægt er að kalla hana tilbúna,“ segir hann og brosir. Kvikmyndin Fúsi verður eins og áður sagði frumsýnd á Íslandi í kvöld, nú taka við kvikmyndahátíðir um allan heim og í kjölfarið verður myndinni dreift í bíóhús. Fúsi var þó frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale í Berlín sem fram fór 5. til 15. febrúar og fékk mjög góðar viðtökur, en það var í fyrsta sinn sem Dagur Kári sá hana með fullum sal áhorfenda. „Í þessari mynd var erfitt að ná réttu jafnvægi í tóninn og í söguna, maður vissi ekki hvort það hefði tekist fyrr en á frumsýningunni. En maður skynjaði strax að að hún svona náði í gegn eins og ég hafði vonað, þannig að það var mikill léttir,“ segir Dagur Kári hógvær og einlægur að lokum. Fúsi verður frumsýnd í Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó í kvöld.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira