Innlent

36 prósent styðja ríkisstjórnina

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina er svipaður nú og hefur verið undanfarna mánuði í könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina er svipaður nú og hefur verið undanfarna mánuði í könnunum. Fréttablaðið/Daníel

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 styðja 36 prósent landsmanna ríkisstjórnina. Stuðningurinn mælist svipaður og hann hefur gert undanfarna mánuði.

Stuðningurinn var nokkuð jafn milli kynjanna en 37 prósent karla í könnuninni sögðust styðja hana og 35 prósent kvenna. Af þeim sem spurðir voru og studdu Sjálfstæðisflokkinn studdu 98 prósent ríkisstjórnina, 95 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn, 6 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna styðja ríkisstjórnina , 8 prósent af þeim sem styðja Vinstri- græna og 9 prósent þeirra sem styðja Pírata styðja ríkisstjórnina.

Stuðningur meðal þeirra sem eru eldri en 50 ára er meiri en þeirra sem yngri eru. 32 prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru á aldrinum 18-49 ára og 40 prósent þeirra sem styðja við hana eru 50 ára og eldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.