Lög banna framsal íslenskra ríkisborgara sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Lögreglan í San Bernardino hefur handtekið viðskiptafélaga Alfreðs. Mynd/Saksóknari í San Bernadino Alfreð Clausen, sem ákærður hefur verið í Bandaríkjunum fyrir fjársvik að upphæð sem nemur um sex milljörðum króna, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Íslensk lög banna framsal íslenskra ríkisborgara. Í lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir í annarri grein að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara. Í gildi er tvíhliða framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1902. Það sé ekki skilyrði samkvæmt íslenskum lögum að til staðar sé framsalssamningur milli ríkja til þess að framsal geti farið fram en slíkt fer einnig eftir reglum þess lands sem framsalsbeiðni kemur frá. Lögmaður Alfreðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni lýsir Alfreð sig saklausan af þeim sökum sem á hann eru bornar og lítur svo á að hann sé hugsanlega vitni í málinu en ekki sakborningur. Sá skilningur kemur ekki fram í ákæru, sem gefin var út þann 5. mars. Þar kemur fram að Alfreð er ákærður í 74 liðum. Er Alfreð, ásamt tveimur viðskiptafélögum hans, ákærður fyrir fjársvik, þjófnað og peningaþvætti.Vilhjálmur H. VilhjálmssonVilhjálmur segir umbjóðanda sinn telja að óeðlilega hart sé tekið á þessu máli. „Umbjóðandi minn telur að allt of hátt sé reitt til höggs í ákærunni og bendir í því sambandi á að saksóknari San Bernardino-sýslu sé í miðri kosningabaráttu og sækist eftir því að verða dómsmálaráðherra í Kaliforníufylki. Það kunni að skýra þetta offors ákæruvaldsins í málinu að hann sé kominn í kosningabaráttu,“ segir Vilhjálmur. Alfreð mun ekki fara til Bandaríkjanna að sinni en segist ekki vera í felum. Hann sé íslenskur ríkisborgari og hafi verið búsettur hér síðan síðasta haust og hafi aldrei verið boðaður í skýrslutöku hjá lögregluyfirvöldum ytra. Samkvæmt yfirlýsingu er Alfreð boðinn og búinn að ræða við íslensk lögregluyfirvöld sem og bandarísk hér á landi. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa saksóknaraembættisins í San Bernardino-sýslu getur saksóknari ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna hefur borist embættinu frá Íslandi vegna málsins. Viðskiptafélagar Alfreðs, þeir Joshua Cobb og Stephen Siringoringo, voru handteknir vegna málsins þann 5. mars síðastliðinn. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Alfreð Clausen, sem ákærður hefur verið í Bandaríkjunum fyrir fjársvik að upphæð sem nemur um sex milljörðum króna, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Íslensk lög banna framsal íslenskra ríkisborgara. Í lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir í annarri grein að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara. Í gildi er tvíhliða framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1902. Það sé ekki skilyrði samkvæmt íslenskum lögum að til staðar sé framsalssamningur milli ríkja til þess að framsal geti farið fram en slíkt fer einnig eftir reglum þess lands sem framsalsbeiðni kemur frá. Lögmaður Alfreðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni lýsir Alfreð sig saklausan af þeim sökum sem á hann eru bornar og lítur svo á að hann sé hugsanlega vitni í málinu en ekki sakborningur. Sá skilningur kemur ekki fram í ákæru, sem gefin var út þann 5. mars. Þar kemur fram að Alfreð er ákærður í 74 liðum. Er Alfreð, ásamt tveimur viðskiptafélögum hans, ákærður fyrir fjársvik, þjófnað og peningaþvætti.Vilhjálmur H. VilhjálmssonVilhjálmur segir umbjóðanda sinn telja að óeðlilega hart sé tekið á þessu máli. „Umbjóðandi minn telur að allt of hátt sé reitt til höggs í ákærunni og bendir í því sambandi á að saksóknari San Bernardino-sýslu sé í miðri kosningabaráttu og sækist eftir því að verða dómsmálaráðherra í Kaliforníufylki. Það kunni að skýra þetta offors ákæruvaldsins í málinu að hann sé kominn í kosningabaráttu,“ segir Vilhjálmur. Alfreð mun ekki fara til Bandaríkjanna að sinni en segist ekki vera í felum. Hann sé íslenskur ríkisborgari og hafi verið búsettur hér síðan síðasta haust og hafi aldrei verið boðaður í skýrslutöku hjá lögregluyfirvöldum ytra. Samkvæmt yfirlýsingu er Alfreð boðinn og búinn að ræða við íslensk lögregluyfirvöld sem og bandarísk hér á landi. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa saksóknaraembættisins í San Bernardino-sýslu getur saksóknari ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna hefur borist embættinu frá Íslandi vegna málsins. Viðskiptafélagar Alfreðs, þeir Joshua Cobb og Stephen Siringoringo, voru handteknir vegna málsins þann 5. mars síðastliðinn.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira