Fengu greitt fyrir að lofa upp í ermina ólöf skaftadóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Alfreð Örn Clausen er eftirlýstur af lögregluyfirvöldum vestanhafs. MYND/embætti saksóknara í san bernadino Alfreð Örn Clausen, 41 árs gamall Íslendingur, er eftirlýstur af bandarískum lögregluyfirvöldum í Kaliforníu fyrir þjófnað og peningaþvætti. Kæran er í tugum liða. Samkvæmt málsgögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum virðist Alfreð Örn og viðskiptafélagi hans, Joshua Michael Cobb, sem saman eiga fyrirtækið Clausen & Cobb Management Company (CMCC), ásamt þriðja manni, lögmanninum Stephen Lyster Siringoringo, eiganda Siringoringo Law Firm (SLF), hafa boðið upp á þjónustu til þess að endurfjármagna lán frá því í desember 2010. Þeir hafi beint spjótum sínum að fólki í fjárhagsvandræðum og látið fólk halda að þeir gætu breytt skilmálum eða endurfjármagnað lán þeirra gegn fyrirframgreiðslu. Lögmaðurinn Siringoringo átti ekki í samskiptum við viðskiptavini eða lánardrottna þeirra – þau samskipti voru í höndum ólöglærðra starfsmanna hjá fyrirtæki Alfreðs Arnar, CMCC, þrátt fyrir að einungis lögfræðingum sé heimilt að veita þessa þjónustu. Þá kemur fram í málsgögnum að viðskiptavinir félaganna þriggja greiddu á milli 1.995 til 3.500 Bandaríkjadala í upphafi, sem svarar til tæplega 280 til 490 þúsunda íslenskra króna og síðan mánaðarlega 495 dali, sem samsvarar tæplega 70 þúsund íslenskum krónum. Viðskiptavinir greiddu öll þessi gjöld áður en nokkur skriflegur samningur var gerður á milli þeirra sem tóku lánið og lánardrottna, eða að nokkrum skilmálum lána væri breytt. Sagt er í málsgögnum að eftir að upphafsgreiðsla hafi borist, hafi margir viðskiptavina Alfreðs Arnar, Joshua Cobb og Stephens Siringoringo, reynt að ná af þeim tali í gegnum síma og tölvupóst til þess að fá upplýsingar án árangurs. Fimmta mars síðastliðinn voru Siringoringo og Cobb handteknir vegna málsins. Samkvæmt erlendum fréttaveitum voru allir þrír mennirnir sem um ræðir kærðir á föstudaginn var. Ekki náðist í Alfreð sjálfan við gerð fréttarinnar. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði hann málið mjög flókið og skrítið en að þeir hafi ekkert gert rangt. Þegar leitað var eftir upplýsingum um málið höfðu íslenska sendiráðið í Bandaríkjunum og borgaraþjónustan einungis heyrt af málinu í fjölmiðlum.Tvö aðskilin mál Fréttablaðið hafði samband við neytendaverndarstofnun Bandaríkjanna sem skýrði frá því að einkamál hefði verið höfðað á hendur Alfreð Erni og viðskiptafélögum hans í fyrra. Á sama tíma voru nokkur einkamál höfðuð gegn aðilum sem voru með sambærilegar svikamyllur, herjuðu á fólk í fjárhagsvandræðum með villandi markaðssetningu. Í málunum er farið fram á skaðabætur, sektir og lögbann. Í málinu er þeim stefnt fyrir að hafa: a)með ólögmætum hætti þegið fyrirframgreiðslur fyrir þjónustu við endurfjármögnun/skilmálabreytingu lána, b) gefa vísvitandi villandi og rangar upplýsingar um möguleika á slíkri endurfjármögnun/skilmálabreytingu í markaðsherferðum c) telja viðskiptavinum trú um að þeir væru að greiða fyrir lögfræðiráðgjöf þegar öll vinna var í raun unnin af ólöglærðum og d) gefa fölsk loforð til viðskiptavina um að umsóknir þeirra um endurfjármögnun/skilmálabreytingar myndu ganga í gegn, jafnvel loforð um að ferlið tæki eingöngu örfáa mánuði. Málið sem nú er vísað til, og er nýrra af nálinni, er sakamál þar sem farið er fram á fangelsisvist sem refsingu, allt að þrjátíu ár. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Alfreð Örn Clausen, 41 árs gamall Íslendingur, er eftirlýstur af bandarískum lögregluyfirvöldum í Kaliforníu fyrir þjófnað og peningaþvætti. Kæran er í tugum liða. Samkvæmt málsgögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum virðist Alfreð Örn og viðskiptafélagi hans, Joshua Michael Cobb, sem saman eiga fyrirtækið Clausen & Cobb Management Company (CMCC), ásamt þriðja manni, lögmanninum Stephen Lyster Siringoringo, eiganda Siringoringo Law Firm (SLF), hafa boðið upp á þjónustu til þess að endurfjármagna lán frá því í desember 2010. Þeir hafi beint spjótum sínum að fólki í fjárhagsvandræðum og látið fólk halda að þeir gætu breytt skilmálum eða endurfjármagnað lán þeirra gegn fyrirframgreiðslu. Lögmaðurinn Siringoringo átti ekki í samskiptum við viðskiptavini eða lánardrottna þeirra – þau samskipti voru í höndum ólöglærðra starfsmanna hjá fyrirtæki Alfreðs Arnar, CMCC, þrátt fyrir að einungis lögfræðingum sé heimilt að veita þessa þjónustu. Þá kemur fram í málsgögnum að viðskiptavinir félaganna þriggja greiddu á milli 1.995 til 3.500 Bandaríkjadala í upphafi, sem svarar til tæplega 280 til 490 þúsunda íslenskra króna og síðan mánaðarlega 495 dali, sem samsvarar tæplega 70 þúsund íslenskum krónum. Viðskiptavinir greiddu öll þessi gjöld áður en nokkur skriflegur samningur var gerður á milli þeirra sem tóku lánið og lánardrottna, eða að nokkrum skilmálum lána væri breytt. Sagt er í málsgögnum að eftir að upphafsgreiðsla hafi borist, hafi margir viðskiptavina Alfreðs Arnar, Joshua Cobb og Stephens Siringoringo, reynt að ná af þeim tali í gegnum síma og tölvupóst til þess að fá upplýsingar án árangurs. Fimmta mars síðastliðinn voru Siringoringo og Cobb handteknir vegna málsins. Samkvæmt erlendum fréttaveitum voru allir þrír mennirnir sem um ræðir kærðir á föstudaginn var. Ekki náðist í Alfreð sjálfan við gerð fréttarinnar. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði hann málið mjög flókið og skrítið en að þeir hafi ekkert gert rangt. Þegar leitað var eftir upplýsingum um málið höfðu íslenska sendiráðið í Bandaríkjunum og borgaraþjónustan einungis heyrt af málinu í fjölmiðlum.Tvö aðskilin mál Fréttablaðið hafði samband við neytendaverndarstofnun Bandaríkjanna sem skýrði frá því að einkamál hefði verið höfðað á hendur Alfreð Erni og viðskiptafélögum hans í fyrra. Á sama tíma voru nokkur einkamál höfðuð gegn aðilum sem voru með sambærilegar svikamyllur, herjuðu á fólk í fjárhagsvandræðum með villandi markaðssetningu. Í málunum er farið fram á skaðabætur, sektir og lögbann. Í málinu er þeim stefnt fyrir að hafa: a)með ólögmætum hætti þegið fyrirframgreiðslur fyrir þjónustu við endurfjármögnun/skilmálabreytingu lána, b) gefa vísvitandi villandi og rangar upplýsingar um möguleika á slíkri endurfjármögnun/skilmálabreytingu í markaðsherferðum c) telja viðskiptavinum trú um að þeir væru að greiða fyrir lögfræðiráðgjöf þegar öll vinna var í raun unnin af ólöglærðum og d) gefa fölsk loforð til viðskiptavina um að umsóknir þeirra um endurfjármögnun/skilmálabreytingar myndu ganga í gegn, jafnvel loforð um að ferlið tæki eingöngu örfáa mánuði. Málið sem nú er vísað til, og er nýrra af nálinni, er sakamál þar sem farið er fram á fangelsisvist sem refsingu, allt að þrjátíu ár.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira