Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2015 12:00 Hreyfing hefur góð áhrif á lífsgæði ungs fólks með geðklofa. Vísir/Andri Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira