Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus kolbeinn óttarsson proppé skrifar 19. febrúar 2015 07:45 Tónlistarkennarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa fengið kjarabætur með verkfalli að undanförnu. Formaður ASÍ segir það skilaboð stjórnvalda að hnefarétturinn ráði. fréttablaðið/valli Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“ Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira