Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus kolbeinn óttarsson proppé skrifar 19. febrúar 2015 07:45 Tónlistarkennarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa fengið kjarabætur með verkfalli að undanförnu. Formaður ASÍ segir það skilaboð stjórnvalda að hnefarétturinn ráði. fréttablaðið/valli Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“ Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira