Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2015 10:15 Fyrir og eftir. mynd/mario thorlacius/nanna dís Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu. Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu.
Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30