Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2015 10:15 Fyrir og eftir. mynd/mario thorlacius/nanna dís Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu. Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu.
Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30