Verð vonandi ekki drepinn í Marokkó Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur í fleiri þáttum en gert var ráð fyrir í upphafi. mynd/aðsend „Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við. Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við.
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira