Verð vonandi ekki drepinn í Marokkó Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur í fleiri þáttum en gert var ráð fyrir í upphafi. mynd/aðsend „Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira