Baltasar leggur Siglufjörð undir sig Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2015 11:30 Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson segir að Siglfirðingar hafi tekið kvikmyndagenginu afskaplega vel. Mynd/atli geir grétarsson Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson. Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson.
Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48