Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Björgvin G. Sigurðsson. Á kortinu má sjá staðsetningu Ásahrepps. vísir/vilhelm Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19