„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 08:00 Jóhann Jóhannsson flytur þakkarræðu á Golden Globe. Vísir/Getty „Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“ Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
„Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“
Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15