Menning

Heillaðist af náttúrunni í Borgarnesi

Ein af myndum Bird sem verður á sýningunni.
Ein af myndum Bird sem verður á sýningunni. Vísir
Bandaríska myndlistarkonan Michelle Bird opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 10.janúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Michelle er fædd í San Francisco árið 1965 en á einnig ættir sínar að rekja til Kína. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og Hollandi við Rietveld-listaháskólann, en áður en hún kom hingað til lands var hún með vinnustofu í Sviss.

Árið 2013 fluttist listakonan til Borgarnes, eftir að hafa heillast af bænum og þá sérstaklega umhverfinu og öllum litunum í náttúrunni.

Í litsterkum verkum hennar má glögglega sjá að umhverfið veitir henni mikinn innblástur og gaman er að sjá hvernig hún upplifir þennan nýja stað. Michelle hefur haldið fjölda sýninga um allan heim, auk þess sem hún hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur fyrir listamenn.

Sýning hennar opnar laugardaginn 10.janúar og stendur til 27.febrúar 2015.

Listakonan Michelle BirdVísir/Samuele Rosso





Fleiri fréttir

Sjá meira


×