Eiga lag í dramatískri senu í Taken 3 Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2015 08:00 Ólafur Arnalds og Arnór Dan Arnarson eiga lag í magnaðri senu í Taken 3. „Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“ Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
„Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira