Eiga lag í dramatískri senu í Taken 3 Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2015 08:00 Ólafur Arnalds og Arnór Dan Arnarson eiga lag í magnaðri senu í Taken 3. „Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“ Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“
Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira