Eiga lag í dramatískri senu í Taken 3 Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2015 08:00 Ólafur Arnalds og Arnór Dan Arnarson eiga lag í magnaðri senu í Taken 3. „Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira