Grunur um mansal í 37 málum frá 2012 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 27. mars 2015 07:30 Í svari Ólafar kemur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um 30 á undanförnum þremur árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendingastofnun hefur grunur vaknað við vinnslu mála í 37 tilvikum frá árinu 2012, þar af varða fjögur mál karla og 32 mál konur en eitt málanna snertir óþekktan fjölda fólks. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um aðgerðir gegn mansali. Í svari Ólafar kemur enn fremur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði, þá er er deild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, R2, sem rannsakar fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og hefur hún einnig unnið að rannsókn mansalsmála. Deildin aðstoðar lögreglu annarra umdæma við rannsókn slíkra mála, þá er Útlendingastofnun í samstarfi við lögreglu vegna mansalsmála.Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um er hverjir bera ábyrgð á því að fórnarlömb mansals fái þá aðstoð hér á landi sem þeim beri samkvæmt alþjóðasamningum, hvort gerðar séu ráðstafanir hér til að grennslast fyrir um það hvort mansal viðgangist og hvort hér sé fólk sem selt hafi verið mansali hingað.Fréttablaðið/GVAFréttablaðið hefur fjallað ítarlega um úrræðaleysi gagnvart fórnarlömbum mansals eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. Í svari Ólafar kemur fram að kostnaður við Kristínarhús var 50 milljónir á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt. Samkvæmt kostnaðarmati aðgerðaráætlunar var í upphafi gert ráð fyrir að 8,3 milljónir króna þyrfti á tímabilinu til að fjármagna aðgerðir sem skilgreindar eru í aðgerðaráætlun gegn mansali. Þessir peningar skiluðu sér ekki og því segir Ólöf stýrihóp um aðgerðir gegn mansali hafa leitað hagkvæmari leiða og einbeitt sér fremur að fræðslu og forvörnum en beinum aðgerðum gegn mansali. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um 30 á undanförnum þremur árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendingastofnun hefur grunur vaknað við vinnslu mála í 37 tilvikum frá árinu 2012, þar af varða fjögur mál karla og 32 mál konur en eitt málanna snertir óþekktan fjölda fólks. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um aðgerðir gegn mansali. Í svari Ólafar kemur enn fremur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði, þá er er deild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, R2, sem rannsakar fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og hefur hún einnig unnið að rannsókn mansalsmála. Deildin aðstoðar lögreglu annarra umdæma við rannsókn slíkra mála, þá er Útlendingastofnun í samstarfi við lögreglu vegna mansalsmála.Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um er hverjir bera ábyrgð á því að fórnarlömb mansals fái þá aðstoð hér á landi sem þeim beri samkvæmt alþjóðasamningum, hvort gerðar séu ráðstafanir hér til að grennslast fyrir um það hvort mansal viðgangist og hvort hér sé fólk sem selt hafi verið mansali hingað.Fréttablaðið/GVAFréttablaðið hefur fjallað ítarlega um úrræðaleysi gagnvart fórnarlömbum mansals eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. Í svari Ólafar kemur fram að kostnaður við Kristínarhús var 50 milljónir á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt. Samkvæmt kostnaðarmati aðgerðaráætlunar var í upphafi gert ráð fyrir að 8,3 milljónir króna þyrfti á tímabilinu til að fjármagna aðgerðir sem skilgreindar eru í aðgerðaráætlun gegn mansali. Þessir peningar skiluðu sér ekki og því segir Ólöf stýrihóp um aðgerðir gegn mansali hafa leitað hagkvæmari leiða og einbeitt sér fremur að fræðslu og forvörnum en beinum aðgerðum gegn mansali.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira