Ná betur til kvenna í vímuefnaneyslu viktoría hermannsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:30 Svala er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Bíllinn keyrir um fimm daga í viku frá 18-21. Nýlega var tekinn í notkun notendasími sem hægt er að hringja í og biðja um að láta hitta sig. Fréttablaðið/Ernir „Við mætum þeim þar sem þau eru stödd. Að þau upplifi að rýmið í Frú Ragnheiði sé fyrir þau, að þar eru þau ekki dæmd, þurfa ekki að upplifa skömm og geta talað um þessa hluti á mjög eðlilegan hátt. Þannig geta þau treyst okkur fyrir spurningum sem liggja á þeim og spjallað við okkur um vímuefnaneysluna og bara lífið,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009 og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins sem erfitt reynist að nálgast, eins og heimilislausra og einstaklinga í miklum fíknivanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd í þeirra nærumhverfi. Um 450 einstaklingar hafa nýtt sér þjónustuna. Svala segir fjölgun vera á meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna en þau viti þó ekki hvort hópurinn sé að stækka eða þau séu að ná til fleiri. Þjónustan er starfrækt fimm sinnum í viku frá klukkan 18 til 21 og fer á ákveðna staði til þess að hitta fólk þar sem það getur fengið heilbrigðisaðstoð og sótt sér hreinan sprautubúnað.Sjá einnig:Virðing fyrir fíklum lífsnauðsyn Í janúar var tekin upp ný þjónusta, notendasími, þar sem hægt er að hringja og biðja um að láta hitta sig á ákveðnum stöðum. Að sögn Svölu hefur það skilað miklu árangri. „Þessi þjónusta hefur mest verið notuð af ungum konum og nær eingöngu af konum. Það er mikið fagnaðarefni að vera komin með tæki sem nær til kvenna, hingað til hafa um 60 prósent þeirra sem leita í Frú Ragnheiði verið karlmenn þannig að við erum mjög ánægð að vera komin með tæki sem nær til kvenna.“ Svala segir Frú Ragnheiði hafa skilað árangri, meðal annars í fækkun á HIV-smitum á meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð. „Það hefur orðið gríðarleg lækkun. Á árunum 2009 til 2012 voru 34 einstaklingar sem smituðust af HIV úr þessum hópi, en 2013 og 2014 var aðeins einn á ári sem smitaðist af HIV. Það bendir allt til þess að Frú Ragnheiður hafi haft gríðarlega mikil áhrif á viðhorf og gildi fólks sem sprautar vímuefnum í æð, en fræðslugildið er eitt af aðalmarkmiðum okkar. Að fræða fólk um skaðaminnkandi leiðir í sprautunotkun og gefa þeim tækifæri á að taka ábyrgð á eigin vímuefnaneyslu. Það hefur til dæmis orðið mikil aukning í að fólk komi til okkar og skili nálaboxum sem við förum svo með í förgun.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Við mætum þeim þar sem þau eru stödd. Að þau upplifi að rýmið í Frú Ragnheiði sé fyrir þau, að þar eru þau ekki dæmd, þurfa ekki að upplifa skömm og geta talað um þessa hluti á mjög eðlilegan hátt. Þannig geta þau treyst okkur fyrir spurningum sem liggja á þeim og spjallað við okkur um vímuefnaneysluna og bara lífið,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009 og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins sem erfitt reynist að nálgast, eins og heimilislausra og einstaklinga í miklum fíknivanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd í þeirra nærumhverfi. Um 450 einstaklingar hafa nýtt sér þjónustuna. Svala segir fjölgun vera á meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna en þau viti þó ekki hvort hópurinn sé að stækka eða þau séu að ná til fleiri. Þjónustan er starfrækt fimm sinnum í viku frá klukkan 18 til 21 og fer á ákveðna staði til þess að hitta fólk þar sem það getur fengið heilbrigðisaðstoð og sótt sér hreinan sprautubúnað.Sjá einnig:Virðing fyrir fíklum lífsnauðsyn Í janúar var tekin upp ný þjónusta, notendasími, þar sem hægt er að hringja og biðja um að láta hitta sig á ákveðnum stöðum. Að sögn Svölu hefur það skilað miklu árangri. „Þessi þjónusta hefur mest verið notuð af ungum konum og nær eingöngu af konum. Það er mikið fagnaðarefni að vera komin með tæki sem nær til kvenna, hingað til hafa um 60 prósent þeirra sem leita í Frú Ragnheiði verið karlmenn þannig að við erum mjög ánægð að vera komin með tæki sem nær til kvenna.“ Svala segir Frú Ragnheiði hafa skilað árangri, meðal annars í fækkun á HIV-smitum á meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð. „Það hefur orðið gríðarleg lækkun. Á árunum 2009 til 2012 voru 34 einstaklingar sem smituðust af HIV úr þessum hópi, en 2013 og 2014 var aðeins einn á ári sem smitaðist af HIV. Það bendir allt til þess að Frú Ragnheiður hafi haft gríðarlega mikil áhrif á viðhorf og gildi fólks sem sprautar vímuefnum í æð, en fræðslugildið er eitt af aðalmarkmiðum okkar. Að fræða fólk um skaðaminnkandi leiðir í sprautunotkun og gefa þeim tækifæri á að taka ábyrgð á eigin vímuefnaneyslu. Það hefur til dæmis orðið mikil aukning í að fólk komi til okkar og skili nálaboxum sem við förum svo með í förgun.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira