Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 20:42 Nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Vísir/Daníel/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent