Minsk staður friðarfundar jóhann óli eiðsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Petro Porosjenkó, Angela Merkel og Joe Biden. fréttablaðið/ap Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira