Tíu ár frá fellibylnum Katrína Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2015 17:00 New Orleans var nánast á kafi um nokkurra daga skeið. Vísir/AFP Þessa dagana minnast margir þess að tíu ár eru liðin frá því að fellibylurinn Katrina lenti á New Orleans í Bandaríkjunum. Fellibylurinn sjálfur olli gífurlegum skemmdum þegar hann kom á land þann 29. ágúst 2005, en ástandið versnaði snögglega þegar varnarveggir gáfu sig undan ágangi sjávar. Borgin fór á kaf undir vatn og fjöldi manna létu lífið. Þúsundir íbúa sátu fastir á heimilum sínum og hafa viðbrögð stjórnvalda Bandaríkjanna verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á viðbrögðum vegna hamfaranna. Um 80 prósent borgarinnar lenti undir vatni sem náði í allt að sex metra hæð. Alls létu 1.883 lífið vegna fellibylsins, þar af lang flestir í New Orleans. Næstu mánuði fundust rúmlega 700 lík í borginni. Talið er að tjón vegna Katrina hafi verið um 150 milljarðar dala, sem samsvarar um 19.500 milljörðum króna(miðað við núverandi gengi).Þrátt fyrir að gífurleg uppbygging hafi átt sér stað í borginni og varnarveggir hafi verið betrumbættir, eiga fátækri íbúar New Orleans enn um sárt að binda. Þeldökkum íbúum hefur fækkað gífurlega frá því að fellibylurinn skall á. Um ein og hálf milljón manna flúðu borgina árið 2005 og margir þeirra hafa ekki getað snúið heim aftur. Á vef AP fréttastofunnar segir að árið 2000 hafi um 67 prósent íbúa New Orleans verið þeldökkir. Í dag eru þeir 59 prósent íbúa. „Fólkið sem hefur ekki snúið aftur eru að mestu Bandaríkjamenn að afrískum uppruna, fólk sem var í leigu, með lágar tekjur, einstæðar mæður og öryrkjar,“ segir Lori Peek, prófessor í félagsfræði. Leiga í borginni hefur hækkað um allt að 40 prósent á tíu árum.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsótti New Orleans í gær. Þar sagði hann að fellibylurinn hefði farið frá því að vera náttúruhamfarir yfir í hamfarir af mannavöldum. Neyðarhjálp barst seint og illa til nauðstaddra og fljótlega eftir að vatn flæddi yfir borgina urðu yfirvöld vör við gripdeildir og ofbeldi. Lögreglumönnum var skipað að hætta björgunarstörfum og snúa sér þess í stað aftur að löggæslu. Fjölmargir lögreglumenn borgarinnar höfðu þó yfirgefið störf sín til að sjá um fjölskyldur sínar. Þúsundir íbúa borgarinnar sátu fastir á íþróttavelli í borginni og voru birgðir þeirra að klárast. Annarsstaðar í borginni blossuðu upp óeirðir vegna ástandsins sem versnaði með hverri klukkustundinni. SKoða má tímalínu um ástandið á vef USA Today. Hér fyrir neðan má sjá fréttamann rifja upp ástandið þá daga.Varnarveggir voru þó á endanum lagaðir og vatni pumpað af svæðinu. Endurbyggingin var eins og áður hefur komið fram mjög kostnaðarsöm og finnst mörgum íbúum New Orleans að hún hafi gengið of hægt. Þá hefur verið gagnrýnt að uppbyggingin hafi frekar hjálpað ríkari íbúum borgarinnar.Umfjöllun New York Times um þær breytingar sem hafa orðið á menningu New Orleans Útvarpsstöðin sem var áfram í loftinu Gamlar fréttamyndir frá New Orleans Myndband frá Almannavörnum Bandaríkjanna um Katrina og viðbrögð þeirra View in FEMA Multimedia Library Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Þessa dagana minnast margir þess að tíu ár eru liðin frá því að fellibylurinn Katrina lenti á New Orleans í Bandaríkjunum. Fellibylurinn sjálfur olli gífurlegum skemmdum þegar hann kom á land þann 29. ágúst 2005, en ástandið versnaði snögglega þegar varnarveggir gáfu sig undan ágangi sjávar. Borgin fór á kaf undir vatn og fjöldi manna létu lífið. Þúsundir íbúa sátu fastir á heimilum sínum og hafa viðbrögð stjórnvalda Bandaríkjanna verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á viðbrögðum vegna hamfaranna. Um 80 prósent borgarinnar lenti undir vatni sem náði í allt að sex metra hæð. Alls létu 1.883 lífið vegna fellibylsins, þar af lang flestir í New Orleans. Næstu mánuði fundust rúmlega 700 lík í borginni. Talið er að tjón vegna Katrina hafi verið um 150 milljarðar dala, sem samsvarar um 19.500 milljörðum króna(miðað við núverandi gengi).Þrátt fyrir að gífurleg uppbygging hafi átt sér stað í borginni og varnarveggir hafi verið betrumbættir, eiga fátækri íbúar New Orleans enn um sárt að binda. Þeldökkum íbúum hefur fækkað gífurlega frá því að fellibylurinn skall á. Um ein og hálf milljón manna flúðu borgina árið 2005 og margir þeirra hafa ekki getað snúið heim aftur. Á vef AP fréttastofunnar segir að árið 2000 hafi um 67 prósent íbúa New Orleans verið þeldökkir. Í dag eru þeir 59 prósent íbúa. „Fólkið sem hefur ekki snúið aftur eru að mestu Bandaríkjamenn að afrískum uppruna, fólk sem var í leigu, með lágar tekjur, einstæðar mæður og öryrkjar,“ segir Lori Peek, prófessor í félagsfræði. Leiga í borginni hefur hækkað um allt að 40 prósent á tíu árum.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsótti New Orleans í gær. Þar sagði hann að fellibylurinn hefði farið frá því að vera náttúruhamfarir yfir í hamfarir af mannavöldum. Neyðarhjálp barst seint og illa til nauðstaddra og fljótlega eftir að vatn flæddi yfir borgina urðu yfirvöld vör við gripdeildir og ofbeldi. Lögreglumönnum var skipað að hætta björgunarstörfum og snúa sér þess í stað aftur að löggæslu. Fjölmargir lögreglumenn borgarinnar höfðu þó yfirgefið störf sín til að sjá um fjölskyldur sínar. Þúsundir íbúa borgarinnar sátu fastir á íþróttavelli í borginni og voru birgðir þeirra að klárast. Annarsstaðar í borginni blossuðu upp óeirðir vegna ástandsins sem versnaði með hverri klukkustundinni. SKoða má tímalínu um ástandið á vef USA Today. Hér fyrir neðan má sjá fréttamann rifja upp ástandið þá daga.Varnarveggir voru þó á endanum lagaðir og vatni pumpað af svæðinu. Endurbyggingin var eins og áður hefur komið fram mjög kostnaðarsöm og finnst mörgum íbúum New Orleans að hún hafi gengið of hægt. Þá hefur verið gagnrýnt að uppbyggingin hafi frekar hjálpað ríkari íbúum borgarinnar.Umfjöllun New York Times um þær breytingar sem hafa orðið á menningu New Orleans Útvarpsstöðin sem var áfram í loftinu Gamlar fréttamyndir frá New Orleans Myndband frá Almannavörnum Bandaríkjanna um Katrina og viðbrögð þeirra View in FEMA Multimedia Library
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira