Börnin skelkuð en heil á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 20:30 Margrét er hér með dóttur hjónanna sem sjá um börnin á heimilinu í fanginu sem þau nefndu eftir henni. Mynd/Margrét Ingadóttir Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03
Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12
Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57