„Staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi“ Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 12:44 Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að bankar rukki nokkurra prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan. Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira