Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur segir að forsætisráðherrar tali öðruvísi sín á milli en opinberlega. Hér er hann ásamt breska kollega sínum. VÍSIR/STEFÁN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara. Hryðjuverk í París Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara.
Hryðjuverk í París Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira