Víst er að sérstaklega hátíðlegt verður yfir hátíðarnar hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölskyldu hans.
Litla fjölskyldan, sem telur Sigmund Davíð, konu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og dóttur, er að flytja í glæsihöll í Garðabæ en um er að ræða 325 fermetra villu við Skrúðás 7. Samkvæmt þessu sama fasteignamati er eignin metin á 115 milljónir. Þá fylgir stór bílskúr eigninni en Skrúðás tilheyrir nýlegu hverfi í Garðabæ sem liggur nálægt Álftanesi.
Samkvæmt fasteignaskrá er húsið í eigu tengdaforeldra forsætisráðherra, þeirra Páls Samúelssonar og Elínar Sigrúnar Jóhannesdóttur.
Búsetumál Sigmundar Davíðs hafa verið nokkuð til umfjöllunar allt frá því hann flutti lögheimili sitt fyrir síðustu alþingiskosningar á eyðibýli í Jökulsárhlíð, Hrafnabjörg III, en Sigmundur hefur búið í Seljahverfinu í Breiðholti.
Sigmundur Davíð flytur í glæsihöll í Garðabæ
Jakob Bjarnar skrifar
