Sér eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 11:55 Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira