Sér eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 11:55 Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira