Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 22:57 "Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn. vísir/anton/vilhelm S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46