Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa henni borist vísbendingar frá almenningi vegna leitarinnar sem er þó enn árangurslaus.
Talið er að Hörður sé klæddur í svartar buxur og gráa peysu, líkt og á meðfylgjandi myndum. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Lögreglan hvetur almenning enn til að leita vel í nærumhverfi sínu, svo sem húsum, skúrum, bílum og görðum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í s. 8431106 eða með skilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar.
