Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 21:01 Sigurður Guðmundsson og Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Ernir Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar. Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar.
Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28
Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45