Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2014 17:07 Dr. Waney Squier í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Ernir Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna. Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna.
Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00