Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2014 17:07 Dr. Waney Squier í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Ernir Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna. Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna.
Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00