Fyrir mér var Bríet mögnuð kona Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 10:15 Lovísa Ósk, Anna Kolfinna og Gígja velta fyrir sér næstu sporum. Á myndina vantar Esther Talíu, leikkonu og systur Önnu Kolfinnu, þær systur verða í fyrsta skipti saman á sviði í verkinu um langalangömmu þeirra. Myndir/Andri Marinó „Sýningin er mín sýn á hver Bríet var og við einbeitum okkur að henni sem manneskju, ekki bara skörungi og kvenréttindakonu. Mér finnst það sterkur punktur því allir sem ná langt og við hugsum um sem hetjur eru líka fólk með venjulegar þarfir og þrár. Hún Bríet var ástfangin stelpa og átti fullt af margvíslegum áhugamálum, vildi vera í vinnu eins og aðrir og þurfti að díla við ýmis sammannleg vandamál, auk þess að berjast fyrir réttlátara þjóðfélagi,“ segir Anna Kolfinna Kuran um dansverk sitt um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Anna Kolfinna er á fullu að æfa með þeim Gígju Jónsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Esther Talíu Casey. „Vinnuferlið hefur verið ljúft og samstarfskonur mínar eru opnar og duglegar að koma með hugmyndir, það er ég þakklát fyrir,“ segir Anna Kolfinna sem er langalangömmubarn Bríetar. Hún segir ekkert einfalt að gera dansverk um svo þjóðþekkta persónu sem langalangamma hennar var. „Fyrir mér var Bríet mögnuð kona og miklu meira fyrirmynd okkar Íslendinga en bara formóðir mín, kannski hefur verkið samt meira persónulegt gildi fyrir mig vegna skyldleikans. Svo finnst mér gaman að taka þátt í þessum fögnuði sem 100 ára kosningaafmæli kvenna er og hugmyndin að dansverkinu spratt fram út frá því,“ segir hún. Tekur líka fram að auk þeirra fjögurra sem verða á sviðinu komi tvær aðrar konur að verkinu, Eva Signý Berger sem hanni búninga og Vala Gestsdóttir, höfundur tónlistar.„Vinnuferlið hefur verið ljúft og samstarfskonurnar hafa verið duglegar að koma með hugmyndir, það er ég þakklát fyrir, segir Anna Kolfinna.Anna Kolfinna á mörg ár í dansþjálfun og menntun að baki og útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2013 í samtímadansi. Hún kveðst hafa verið meðhöfundur dansverka áður en Bríet sé fyrsta verkið sem hún er ein titluð höfundur að og stjórnandi, ásamt því að dansa. Frumsýning á Bríeti verður í Smiðjunni þann 28. ágúst en í kjölfarið flyst sýningin í Tjarnarbíó. Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Sýningin er mín sýn á hver Bríet var og við einbeitum okkur að henni sem manneskju, ekki bara skörungi og kvenréttindakonu. Mér finnst það sterkur punktur því allir sem ná langt og við hugsum um sem hetjur eru líka fólk með venjulegar þarfir og þrár. Hún Bríet var ástfangin stelpa og átti fullt af margvíslegum áhugamálum, vildi vera í vinnu eins og aðrir og þurfti að díla við ýmis sammannleg vandamál, auk þess að berjast fyrir réttlátara þjóðfélagi,“ segir Anna Kolfinna Kuran um dansverk sitt um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Anna Kolfinna er á fullu að æfa með þeim Gígju Jónsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Esther Talíu Casey. „Vinnuferlið hefur verið ljúft og samstarfskonur mínar eru opnar og duglegar að koma með hugmyndir, það er ég þakklát fyrir,“ segir Anna Kolfinna sem er langalangömmubarn Bríetar. Hún segir ekkert einfalt að gera dansverk um svo þjóðþekkta persónu sem langalangamma hennar var. „Fyrir mér var Bríet mögnuð kona og miklu meira fyrirmynd okkar Íslendinga en bara formóðir mín, kannski hefur verkið samt meira persónulegt gildi fyrir mig vegna skyldleikans. Svo finnst mér gaman að taka þátt í þessum fögnuði sem 100 ára kosningaafmæli kvenna er og hugmyndin að dansverkinu spratt fram út frá því,“ segir hún. Tekur líka fram að auk þeirra fjögurra sem verða á sviðinu komi tvær aðrar konur að verkinu, Eva Signý Berger sem hanni búninga og Vala Gestsdóttir, höfundur tónlistar.„Vinnuferlið hefur verið ljúft og samstarfskonurnar hafa verið duglegar að koma með hugmyndir, það er ég þakklát fyrir, segir Anna Kolfinna.Anna Kolfinna á mörg ár í dansþjálfun og menntun að baki og útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2013 í samtímadansi. Hún kveðst hafa verið meðhöfundur dansverka áður en Bríet sé fyrsta verkið sem hún er ein titluð höfundur að og stjórnandi, ásamt því að dansa. Frumsýning á Bríeti verður í Smiðjunni þann 28. ágúst en í kjölfarið flyst sýningin í Tjarnarbíó.
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira