Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 13:28 Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent