Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 13:28 Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?