Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 13:28 Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira