Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 15:11 Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. Mynd/Tryggvi Sigurðsson Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd. Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd.
Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32