Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2015 14:34 Búið er að ræða um fjárlög næsta árs í um 90 klukkustundir. Vísir/Ernir Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015 Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015
Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira