Leikkonan Christina Applegate sem gerði garðinn frægan í Anchorman-myndunum segir að hún sjái eftir að hafa ekki tekið að sér aðalhlutverkið í Legally Blonde en hún fékk handritið upp í hendurnar á sínum tíma.
Aðalhlutverk myndarinnar hlaut Reese Witherspoon en myndin ýtti ferli Resse upp á annað plan. Á þessum tíma segir Applegate að hún hafi verið nýbúin að leika í myndinni Married With Children þar sem hún lék svipaða persónu og hún hafi ekki viljað endurtaka sig.
Hún segist þó ekki vera bitur yfir ákvörðuninni í dag þar sem hún segir að það hefði enginn getað neglt hlutverkið betur en Witherspoon.
Hafnaði aðalhlutverkinu í Legally Blonde

Tengdar fréttir

Reese Witherspoon í stjórnmálin
Legally Blonde-leikkonan sagði á dögunum að hún útilokaði ekki stjórnmálaferil.