Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck horfa björtum augum til ársins með íslenska landsliðinu. vísir/Ernir Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25