Tveggja ári fangelsi fyrir nauðgun: Sagði að frásögn konunnar væri „hrein ímyndun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 11:38 Héraðsdómur taldi framburð konunnar einkar trúverðugan, öfugt við framburð mannsins sem braut á henni. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira