Einbúarnir tóku mér ákaflega vel Magnús Guðmundsson skrifar 6. júní 2015 10:30 Ástríða Valdimars fyrir brimbrettasportinu leiddi til þess að hann byrjaði að taka ljósmyndir. Visir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“ Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira
Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira