Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira