Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Síðasta skólaár voru fimmtán ungmenni í Tónlistarskóla Ísafjarðar í námi á framhaldsstigi í tónlist. Þau eru á aldrinum 12-20 ára, þar af fjögur á grunnskólaaldri. mynd/sigríður Sigríður Ragnarsdóttir „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Hugmyndin er að veita allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Sveitarfélög munu þar með reka sína tónlistarskóla án fjárframlags frá ríkinu. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps sem 25 manna hópur tónlistarskólastjóra af öllu landinu undirritar og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag. Bréf vegna málsins var sent þingmönnum allra flokka, borgarfulltrúum og sveitarstjórnarmönnum. „Námið við skólann er afar mikilvægur þáttur í lífi þessara ungmenna og mörg þeirra eiga örugglega eftir að verða atvinnumenn í tónlist. Ég vænti þess að þau myndu flest flytja héðan ef þau ættu ekki kost á tónlistarnámi við sitt hæfi,“ segir Sigríður og bætir við að þeir lengst komnu séu að vissu leyti „hjartað“ í skólastarfinu. „Þau eru fyrirmyndirnar fyrir hina nemendurna, ótrúlega öflug í félagslífi framhaldsskólans og í menningar- og skemmtanalífi bæjarins almennt. Það yrði því gríðarlegur missir fyrir samfélagið ef þau flyttu suður.“ Sigríður telur líklegt að hinir vel menntuðu og hæfu kennarar sem starfa við tónlistarskóla landsins myndu flytja burtu unnvörpum, enda yrði vart nóg fyrir þá að gera í skólunum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vildi lögfesta að ríkið styrkti tónlistarnám í samræmi við samkomulag þar um frá hennar ráðherratíð árið 2011, en frumvarpið kom aldrei fyrir þingið. „Það er fullkomin óvissa um hvað verður um þá mörg hundruð nemendur sem eru í framhaldsnámi í tónlist en stór hluti þeirra stundar sitt nám utan höfuðborgarsvæðisins. Tónlistarskólarnir í landinu eru undirstaða okkar blómlega tónlistarlífs og ég efast stórlega um að þessi ráðstöfun verði til að efla starfsemi þeirra um land allt,“ segir Katrín. Ráðherra segir málið á hugmyndastigiMennta- og menningarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær vegna „hugsanlegra breytinga á fyrirkomulagi á stuðningi ríkisins við tónlistarnám framhaldsskólanemenda“. Telur ráðuneytið óvarlegt að dregnar séu viðamiklar ályktanir af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir og stöðu málsins. Það sé á upphafsreit. Ýmsar hugmyndir til lausnar hafi verið viðraðar, þar á meðal að setja á fót nýjan framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu með tónlist sem sérgrein. Til að bregðast við þessu hefur verið skipaður starfshópur með fulltrúum ráðuneytisins, fjármála- og efnahagsmálaráðuneytis, Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Samráð verði haft við alla hagsmunaaðila og þannig reynt að stuðla að því að sátt náist um málið enda mikið í húfi fyrir framtíð tónlistarnáms á Íslandi, segir þar. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira
Sigríður Ragnarsdóttir „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Hugmyndin er að veita allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Sveitarfélög munu þar með reka sína tónlistarskóla án fjárframlags frá ríkinu. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps sem 25 manna hópur tónlistarskólastjóra af öllu landinu undirritar og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag. Bréf vegna málsins var sent þingmönnum allra flokka, borgarfulltrúum og sveitarstjórnarmönnum. „Námið við skólann er afar mikilvægur þáttur í lífi þessara ungmenna og mörg þeirra eiga örugglega eftir að verða atvinnumenn í tónlist. Ég vænti þess að þau myndu flest flytja héðan ef þau ættu ekki kost á tónlistarnámi við sitt hæfi,“ segir Sigríður og bætir við að þeir lengst komnu séu að vissu leyti „hjartað“ í skólastarfinu. „Þau eru fyrirmyndirnar fyrir hina nemendurna, ótrúlega öflug í félagslífi framhaldsskólans og í menningar- og skemmtanalífi bæjarins almennt. Það yrði því gríðarlegur missir fyrir samfélagið ef þau flyttu suður.“ Sigríður telur líklegt að hinir vel menntuðu og hæfu kennarar sem starfa við tónlistarskóla landsins myndu flytja burtu unnvörpum, enda yrði vart nóg fyrir þá að gera í skólunum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vildi lögfesta að ríkið styrkti tónlistarnám í samræmi við samkomulag þar um frá hennar ráðherratíð árið 2011, en frumvarpið kom aldrei fyrir þingið. „Það er fullkomin óvissa um hvað verður um þá mörg hundruð nemendur sem eru í framhaldsnámi í tónlist en stór hluti þeirra stundar sitt nám utan höfuðborgarsvæðisins. Tónlistarskólarnir í landinu eru undirstaða okkar blómlega tónlistarlífs og ég efast stórlega um að þessi ráðstöfun verði til að efla starfsemi þeirra um land allt,“ segir Katrín. Ráðherra segir málið á hugmyndastigiMennta- og menningarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær vegna „hugsanlegra breytinga á fyrirkomulagi á stuðningi ríkisins við tónlistarnám framhaldsskólanemenda“. Telur ráðuneytið óvarlegt að dregnar séu viðamiklar ályktanir af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir og stöðu málsins. Það sé á upphafsreit. Ýmsar hugmyndir til lausnar hafi verið viðraðar, þar á meðal að setja á fót nýjan framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu með tónlist sem sérgrein. Til að bregðast við þessu hefur verið skipaður starfshópur með fulltrúum ráðuneytisins, fjármála- og efnahagsmálaráðuneytis, Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Samráð verði haft við alla hagsmunaaðila og þannig reynt að stuðla að því að sátt náist um málið enda mikið í húfi fyrir framtíð tónlistarnáms á Íslandi, segir þar.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira