Sturla Atlas semur við Stefson-bræður Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. október 2015 07:00 Sturla Atlas Logi Pedro, Unnsteinn Manúel og Sigga Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri LFS, við undirritun samningsins. Mynd/Kjartan Hreinsson Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira