Sturla Atlas semur við Stefson-bræður Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. október 2015 07:00 Sturla Atlas Logi Pedro, Unnsteinn Manúel og Sigga Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri LFS, við undirritun samningsins. Mynd/Kjartan Hreinsson Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn. Tónlist Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn.
Tónlist Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira