Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2015 21:57 Illugi Gunnarsson segir upplýsingar í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. Vísir/GVA „Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
„Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent