Dagbjartur Daði Jónsson, sextán ára, hermdi á frumlegan hátt eftir Gollri úr Hringadróttinssögu í Ísland Got Talent. Hann gekk öllu lengra og söng Imagine, lag John Lennon, með splunkunýjum texta.
Þar mátti heyra línuna „Ímyndaðu þér ef það væru engir Baggar.“ Hann kvaddi þáttinn síðan með því að bjóða stelpu upp á drykk með rödd Gollris.
Þegar Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti fleiri eftirhermur í pokahorninu svaraði Dagbjartur því að þetta væri sú eina sem hann þyrfti. Hann væri með atriði tilbúið fyrir næsta þátt og lofaði rosalegri sýningu.
Að endingu gáfu dómararnir þrjú nei og Dagbjartur komst ekki áfram. Jón Jónsson bauð honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar í sjónvarpi til að flagga vöðvunum og að sjálfsögðu lét hann ekki segja sér það tvisvar.
Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana
Tengdar fréttir

Söng sem Andrés Önd en komst ekki áfram
Ögmundur Karvelsson gerði tilraun annað árið í röð í Ísland Got Talent.

Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum
Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum.